Leita í fréttum mbl.is

Samstöðu fundurinn heppnaðist vonum framar

Frábært var að sjá hversu mæting var góð á fundinum í gær þó svo að maður hefði viljað sjá þúsundir á svæðinu. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni að margir hugsa eins og ég hugsaði hér áður fyrr, að ég treysti á hina að mæta til að gera eitthvað. 

Augljóslega er mikil undiralda í gangi og vottar fyrir miklum pirring í stórum hóp manna. Þar sem Hagsmunasamtök Heimilanna eru ekki pólítísk samtök þá voru það helst orð frá Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem urðu umdeild á fundinum og eina erindið sem hafði pólitískan blæ. Sigrún sagði þó margt gott og sem Hagsmunasamtökin taka undir.

Ólafur Garðasson náði vel til hópsins með afdráttarlausum og skýrum skilaboðum frá samtökunum um tafarlausa leiðréttingu og aðgerðir í þágu heimilanna. Guðrún Dadda var góð og gaf okkur öllum innsýni hvernig hefðbundin íslensk fjölskylda hefur orðið undir vegna hruns banakanna. Við skulum muna það að aðstæður eru eins og þær eru vegna offjárfestinga bankanna. Ekki nóg með það heldur ætla þeir síðan að ganga á eftir heimilinum til að bjarga þeim. 

Að koma upp slíkum fundi krefst skipulagningar og fjármagns. Leiga á hljóðkerfi, sendibíll og leyfi telur á hundruðum þúsunda. Að fá alla meðlimi EGÓ á staðin er útseld á voru mikil verðmæti. Þar með kostar slíkur viðburður mikinn pening og Hagsmunasamtök Heimilanna eru fátæk samtök sem hefur enga styrki fengið.

Þökk Bubba og strákanna í EGÓ stóðu þeir undir öllum þessum kostnaði varðandi hljóðkerfið, auglýsingar og gáfu þeir sína vinnu. Margir hafa gagnrýnt að Bubbi hafi staðið vaktina en fullyrði ég að þarna var listamaðurinn að gefa sína vinnu af einlægni. Ekki nóg með það heldur lagði hann út fjarmagn sjálfur til að þetta gæti hafa átt sér stað.

Hagsmunasamtök Heimilanna eru einu samtökin sem eru lifandi í dag og berjast fyrir okkur öll sem hafa verðtryggð og gengistryggð íbúðarlán. Nú er því mikilvægara en áður að leggja samtökunum lið og gerst virkir meðlimir. Athugið heimasíðu samtakanna www.heimilin.is


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Jónsson

Jamm. Þetta tókst ágætlega hjá ykkur. Fór ekki framhjá neinum held ég, miðað við þá kynningu sem þetta fékk í fjölmiðlum.

Andrés Jónsson, 24.5.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Helga

Það voru miklu fleiri í anda þarna heldur en mættu....  Það var bara svo margt annað í gangi í gær.  Listahátíð með uppákomur, margir skólar að útskrifa, lokaslútt vetrarins í hinum og þessum íþróttagreinum....  Vona bara að þið haldið áfram í sumar, því við megum ekki sofna á verðinum.

Helga , 24.5.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband