Leita í fréttum mbl.is

Hvað finnst ykkur um þessa suðu;

Ég styð mann sem ég þekki ágætlega, Bjarna Benediktsson í formannssæti sjálfstæðisflokksins. Ég mun að óbreyttu ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn. Ekki mun ég heldur kjósa Samfylkinguna og því allra síður VG. Ég styð Steingrím J. og hef ekki mikið álit á Ögmundi.  Jóhanna hefur verið frábær í félagsmálum og ég treysti henni þar. Davíð Oddson er fínn seðlabankastjóri og kom vel út úr Kastljósi en staðfesti mína skoðun á að XD þarf hvíld.  Samfylking eru tækifærissinnar og óstaðfestir, þó er Össur traustsins verður. Hann sýnir á sér sínar mannlegu hliðar, óhræddur við að vera hann sjálfur. Ingibjörg er úti sem og FJÖLMARGIR aðrir reyndir þingmenn. Við einfaldega þurfum kraft í þetta og kraft í það að styðja við velfarnað íslenskra heimila. 

Fyrirtækin koma með að spjara sig þar sem hið mannlega eðli um gróða og ávöxtunarkröfur er hvati fjölmargra klókra íslendinga sem elska viðskipti. "Eins manns dauði, annars manns brauð".

Það sem ég kem til með að kjósa er sá hópur sem lofar stöðugleika í gjaldeyrismálum, stöðugleika í þjóðfélaginu. Þessir íslensku öfgar gagna einfaldlega ekki upp. Sá hópur sem styður Hagsmunasamtök Heimilanna fær mitt atkvæði. Sá hópur sem eru óhræddir við að fara út fyrir hið hefðbundna og koma með frumlegar tillögur um framför og stöðugleika fær mitt atkvæði.

Næstu jólabók, "Rínt í hrunið" eftir Davíð Odsson verðu lesin næstu jól :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband