Leita í fréttum mbl.is

Hefur þú verið atvinnulaus?

Í umræðunni um hvort þetta eða hitt fyrirtækið , hingað og þangað eigi ekki að fá tækifæri að lifa og dafna í hörðu samkeppnisumhverfi þá er oft gott að setja sig í spor þeirra sem ekki hafa tekjur eða atvinnu. Það er nefnilega þannig að við erum misjafnir persónuleikar. Sumir eru nokk sama hvort þeir hafa stöðuga vinnu, heldur sætta sig við mjög sveiflukenndar tekjur, svona eftir því hvernig braskið gengur. Þessi hópur fer ört stækkandi og hann hefur það sameiginlegt að geta ekki mætt kl. 9 og stimplað sig út kl.17 - Sýnir eigin herrar og dömur. Svo er það hinn hópurinn sem vilja stöðugar tekjur og leggja sig alla fram fyrir eigendur fyrirtækjanna og vinna alltof langan vinnutíma.

Vinur minn er nýkominn frá Brasilíu þar sem hann var að taka upp sjónvarpsauglýsingu fyrir Non-profit fyrirtæki í US-and-A. Brosandi börn, fátækt, eiturlyf og ömurleg heit lét hann finna fyrir ífsreynslu sem hann kallaði ógeðslegt ævintýri...með áherslu á ógeðslegt. Það þarf oft svona lífsreynslu að maður gerir sér grein fyrir að við verðum að halda rétt á spilunum og vera þakklát fyrir það sem við höfum.

Ég styð öll þau fyrirtæki sem eru arðbær, skapa atvinnu og gera vel við sitt efólk. Ég styð líka fyrirtæki sm eru samfélagslega ábyrg og spilar með fólkinu sem eru grundvöllur að velgengninni. Ég styð álver, virkjanir, sjoppur og bankastarfsemi. Ég er fylgjandi lyfjaiðnaði og sjávarútvegi.

Hættum þessu bulli að leyfa ekki Alcoa í Hafnarfirði að stækka og dafna, hálpum þeim frekar til þess að gera það vel og að eftirbreytni þannig að samkeppnisaðilar í greininni skjálfi.

Þeir sem eru ekki sammála þessu eru annað hvort braskarar eða haldnir þeirri fyrru að það sé nóg að vinnu að hafa endalaust...en það eru bara ekki þeir sem skaffa hana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll.

Það er fleira matur en feitt ket. Hátækniiðnaður, sem margir halda að sé bara vinna fyrir doktora á hvítum sloppum en er afar fjölbreyttur iðnaður þar sem þriðjungur starfsafls er verkmenntað fólk, þessi iðnaður á í vök að verjast vegna ofþenslu og ofuráherslu á stóriðju umfram aðrar greinar.

Bæjarstjórn Hf hefur ekki undan að framleiða deiliskipulög fyrir atvinnulóðir og lóðin sem Alcan hyggst nota undir álver gæti skapað jafn miklar eða meiri tekjur sem iðnaðarlóð með blandaðan iðnað.

Ég hef býsna öruggar heimildir fyrir því að þetta álver sé ekki á leiðinni neitt í burtu næstu 25 árin a.m.k. Ég mæli þess vegna eindregið með því að Hafnfirðingar segi nei við álveri.

Dofri Hermannsson, 20.3.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband